Færsluflokkur: Bloggar
26.7.2009 | 16:44
Lokaspretturinn
Hringferð þeirra Ómars Ragnarssonar og Einars Vilhjálmssonar á metanbíl virðist hafa heppnast frábærlega.
Þeir nálgast nú borgina og bara lokaspretturinn eftir.
---
Á metanstöðinni við Bíldshöfða 2 (Norðan megin í Ártúnsbrekku) er að safnast saman hópur fólks sem hyggst bjóða leiðangursmennina velkomna.
---
Þeir félagar Einar og Ómar hafa hitt fjölmarga á leið sinni. Og gengið að eigin sögn nokkuð vel að sannfæra þá um kosti metans sem orkugjafa.
Þeir hafa meðal annars gengið svo langt að útvarpa metanboðskapnum á nokkrum þéttbýlisstöðum á leiðinni úr sérstöku hátalarakerfi í bílnum
Á fjölmennri Mærudagahátíð á Húsavík stigu þeir Einar og Ómar á stokk og sögðu frá ferð sinni.
Ásamt því auðvitað sem Ómar varð við beiðnum um að taka eitt gamalt og gott lag úr stóru lagasafni sínu, við miklar undirtektir gesta.
----
Í Borgarnesi varð Ómar extra kátur, því þar hittu þeir fyrir mann á samskonar Ford Pick-up bifreið og breytta metanbifreiðin þeirra er.
Ford-eigandinn var látinn opna húddið og fékk sýnikennslu í því hversu einfalt sé að breyta svona bílum í umhverfisvænt og sparneytið ökutæki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2009 | 14:06
Síðasta dagleiðin
Þá hafa leiðangursmenn okkar, rauðhausarnir tveir Ómar og Einar, hafið síðasta legginn í þessari fyrstu hringferð um landið í bíl knúnum íslensku umhverfisvænu eldsneyti.
Þeir eru nú nýbúnir að stoppa hjá Jökulsárlóni.
---
Við minnum á að hægt er að fylgjast með þeim í rauntíma í gegnum gervihnött (uppfærist á 60 sekúndna fresti.
Einnig sést þar hraðinn sem þeir aka á.
---
Fyrir þá sem vilja skoða bílinn eða heilsa upp á kappana, þá er gert ráð fyrir stuttu stoppi á Selfossi, nánar tiltekið hjá Fossnesti.
Þetta ætti að vera um kl.15:30 í dag.
---
Komutími á Bíldshöfða 2 í Reykjavík (N1 stöðin) er áætlaður um kl.17:00.
En eins og áður hefur komið fram þá mun iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, vera undir stýri síðasta spölinn.
Það verða þreyttir en sigurreifir rauðhausar sem koma í bæinn eftir að hafa ekið hringinn í kringum landið og hitt hundruð manna, komið fram á Mærudögum og ég veit ekki hvað.
Hlökkum til að sjá þá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2009 | 12:22
Vel tekið hvarvetna
Það er ekki að spyrja að því. Metanbíls-leiðangurinn fær góðar móttökur allsstaðar.
Fólk er forvitið um þennan ferðamáta og allir skilja mikilvægi þess að spara gjaldeyri, þannig að íslenskur orkugjafi í samgöngum hefur líklega aldrei fengið jafn mikla athygli.
Ómar og Einar gefa sér líka tíma til að sprella aðeins í bland og hafa gaman af þessu.
Ekki hefur frést hvort þeir hafi náð að nota hljóðkerfið í bílnum en þeir létu setja inn sérstakan hátalarabúnað og gætu því í raun predikað metanboðskapinn keyrandi um bæi og sveitir.
Svona eins og gert var í kosningum forðum daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2009 | 11:20
Stefnan sett á Mærudaga
Þá hefst leiðangurinn á ný.
Kapparnir Ómar og Einar vöknuðu upp við fagran dag á Akureyri og eru nú að hitta fólk á N1 stöðinni við Hörgárbraut.
Stefnan er svo sett á að aka metanbílnum á hina góðkunnu Mærudaga á Húsavík og jafnvel stíga þar á stokk - hver veit.
Síðan er það Mývatn og firðirnir sem bíða seinna í dag.
Vonandi gengur betur að halda áætlun í dag en í gær, en það er bara þannig að allir og amma þeirra þekkja Ómar og vilja heilsa upp á hann
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2009 | 23:05
Fyrstu dagleiðinni lokið
Einar, Ómar og frú komu heil höldnu til Akureyrar nú um tíuleytið í kvöld.
Þau eru búin að finna sinn áningarstað fyrir nóttina og hvíla lúin bein eftir langan akstur.
Langan akstur og mörg stopp - bæði sem voru skv. áætlun og nokkur sem ákveðin voru á leiðinni.
---
Þeir sem lesa þetta og búa fyrir Norðan, geta farið inn á þessa síðu og valið götukorts-nálgun til að sjá hvar bílnum er lagt á Akureyri.
Á morgun heilsa þeir Ómar og Einar upp á fólk á förnum vegi á Akureyri og fræða það um metan, skella sér á Mærudaga á Húsavík og taka svo allt Norð-Austurland og Austfirðina í einum rykk á dagleið númer 2.
Reyndar með stuttu stoppi hjá silfurmanninum, föður Einars og vini Ómars.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2009 | 18:19
Fylgstu með ferð Ómar og Einars í rauntíma með GPS
Það skemmtileg leið í boði fyrir þá sem vilja fylgjast með för metanbílsins keyra í kringum Ísland að þeir geta skoðað hana í rauntíma með hjálp GPS-tækninnar.
Skoðið það hér með hjálp fyrirtækisins Depils.
---
Þarna sést m.a.s. hversu hratt þeir aka metanbílnum eftir þjóðveginum á hverjum tíma.
---
Hvað er að gerast núna klukkan rúmlega sex?
Ég sé ekki betur en að þeir Ómar og Einar hafi ákveðið að bregða út af ferðaáætluninni til að heimsækja kántríkónginn Hallbjörn Hjartarson á Skagaströnd.
Ég væri til í að vera fluga á vegg þar sem Hallbjörn og Ómar eru saman.
---
Vonandi senda strákarnir inn mynd af þessum fundi hingað inn á síðuna seinna í kvöld.
Annað er bara ekki í boði
A.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2009 | 17:42
Ómar og Einar í kvöldfréttum Sjónvarps?
Ríkissjónvarpið hafði mikinn áhuga á því hvernig væri hægt að breyta bensínbílum í metanbíla.
Enda er það þá eitthvað sem hægt væri að nota til að gera bílaflota Íslendinga fyrr vinsamlegri fyrir umhverfið. Nú er nýr Kyoto fundur í Kaupmannahöfn í desember og svona.
Hugsanlega sjáum við viðtal við þá félaga Ómar og Einar í sjónvarpsfréttunum á eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2009 | 17:32
Lagt í hann
Það var liðið undir hádegi þegar leiðangurinn var loks orðinn klár að leggja í hann.
Töluverður mannsöfnuður ýmissa aðstandenda og annarra forvitinna var samankomin á Metan-þjónustustöðinni að Bíldshöfða 2 til að kveðja kappana tvo.
Þar á meðal var sérstakur heiðursvörður metanknúinna sorphirðubíla frá borginni, sem þeytti lúðra sína til að óska sínum minni bróður af metan-kyni góðrar ferðar um landið.
Einn sorphirðubílstjórinn gaf Ómari góð ráð um hvernig væri að aka metanbíl. Það á reyndar að vera nánast alveg eins og akstur á venjulegum bíl.
En við skulum bíða og sjá hvað Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir um aksturseiginleikana á sunnudaginn, en hún mun aka síðasta spölinn til Reykjavíkur með Ómar sem aðstoðarbílstjóra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2009 | 17:01
Fyrst er að skipuleggja
Hér sést tússtafla í fundarherbergi þar sem Einar Vilhjálmsson og Andrés Jónsson almannatengill lögðu á ráð um ferðaáætlunina fyrir þessa fyrstu hringferð á bíl knúnum íslensku eldsneyti.
Þessi mynd aflar höfundi sínum engin verðlaun fyrir teiknikunnáttu, en hún gerði þó sitt gagn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar