Leita í fréttum mbl.is

Fyrstu dagleiðinni lokið

Jæja. Dagur að kvöldi kominn.

Einar
, Ómar og frú komu heil höldnu til Akureyrar nú um tíuleytið í kvöld.

Þau eru búin að finna sinn áningarstað fyrir nóttina og hvíla lúin bein eftir langan akstur.

Langan akstur og mörg stopp - bæði sem voru skv. áætlun og nokkur sem ákveðin voru á leiðinni.

drekkhla_inn_metanbill_tilbuinn_i_3_daga_hringfer_um_landi_884138.jpg

---

Þeir sem lesa þetta og búa fyrir Norðan, geta farið inn á þessa síðu og valið götukorts-nálgun til að sjá hvar bílnum er lagt á Akureyri.

Á morgun heilsa þeir Ómar og Einar upp á fólk á förnum vegi á Akureyri og fræða það um metan, skella sér á Mærudaga á Húsavík og taka svo allt Norð-Austurland og Austfirðina í einum rykk á dagleið númer 2.

Reyndar með stuttu stoppi hjá silfurmanninum, föður Einars og vini Ómars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ómar og Einar
Ómar og Einar
Einar Vilhjálmsson og Ómar Ragnarsson eru að aka í kringum landið á bíl knúnum íslensku metani. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert á bíl sem gengur fyrir alíslensku umhverfisvænu eldsneyti. Fylgist með fréttum af ferðum þeirra hér.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband