Leita í fréttum mbl.is

Lokaspretturinn

Hringferð þeirra Ómars Ragnarssonar og Einars Vilhjálmssonar á metanbíl virðist hafa heppnast frábærlega.

3751600177_7380019a7f

Þeir nálgast nú borgina og bara lokaspretturinn eftir.

---

Á metanstöðinni við Bíldshöfða 2 (Norðan megin í Ártúnsbrekku) er að safnast saman hópur fólks sem hyggst bjóða leiðangursmennina velkomna.

---

Þeir félagar Einar og Ómar hafa hitt fjölmarga á leið sinni. Og gengið að eigin sögn nokkuð vel að sannfæra þá um kosti metans sem orkugjafa.

Þeir hafa meðal annars gengið svo langt að útvarpa metanboðskapnum á nokkrum þéttbýlisstöðum á leiðinni úr sérstöku hátalarakerfi í bílnum

3752391944_c00d989393


Á fjölmennri Mærudagahátíð á Húsavík stigu þeir Einar og Ómar á stokk og sögðu frá ferð sinni.

Ásamt því auðvitað sem Ómar varð við beiðnum um að taka eitt gamalt og gott lag úr stóru lagasafni sínu, við miklar undirtektir gesta.
----

Í Borgarnesi varð Ómar extra kátur, því þar hittu þeir fyrir mann á samskonar Ford Pick-up bifreið og breytta metanbifreiðin þeirra er.

Ford-eigandinn var látinn opna húddið og fékk sýnikennslu í því hversu einfalt sé að breyta svona bílum í umhverfisvænt og sparneytið ökutæki.

3758194172_6878bae68e


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ómar og Einar
Ómar og Einar
Einar Vilhjálmsson og Ómar Ragnarsson eru að aka í kringum landið á bíl knúnum íslensku metani. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert á bíl sem gengur fyrir alíslensku umhverfisvænu eldsneyti. Fylgist með fréttum af ferðum þeirra hér.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband