26.7.2009 | 16:44
Lokaspretturinn
Hringferð þeirra Ómars Ragnarssonar og Einars Vilhjálmssonar á metanbíl virðist hafa heppnast frábærlega.
Þeir nálgast nú borgina og bara lokaspretturinn eftir.
---
Á metanstöðinni við Bíldshöfða 2 (Norðan megin í Ártúnsbrekku) er að safnast saman hópur fólks sem hyggst bjóða leiðangursmennina velkomna.
---
Þeir félagar Einar og Ómar hafa hitt fjölmarga á leið sinni. Og gengið að eigin sögn nokkuð vel að sannfæra þá um kosti metans sem orkugjafa.
Þeir hafa meðal annars gengið svo langt að útvarpa metanboðskapnum á nokkrum þéttbýlisstöðum á leiðinni úr sérstöku hátalarakerfi í bílnum
Á fjölmennri Mærudagahátíð á Húsavík stigu þeir Einar og Ómar á stokk og sögðu frá ferð sinni.
Ásamt því auðvitað sem Ómar varð við beiðnum um að taka eitt gamalt og gott lag úr stóru lagasafni sínu, við miklar undirtektir gesta.
----
Í Borgarnesi varð Ómar extra kátur, því þar hittu þeir fyrir mann á samskonar Ford Pick-up bifreið og breytta metanbifreiðin þeirra er.
Ford-eigandinn var látinn opna húddið og fékk sýnikennslu í því hversu einfalt sé að breyta svona bílum í umhverfisvænt og sparneytið ökutæki.
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.