26.7.2009 | 14:06
Síðasta dagleiðin
Þá hafa leiðangursmenn okkar, rauðhausarnir tveir Ómar og Einar, hafið síðasta legginn í þessari fyrstu hringferð um landið í bíl knúnum íslensku umhverfisvænu eldsneyti.
Þeir eru nú nýbúnir að stoppa hjá Jökulsárlóni.
---
Við minnum á að hægt er að fylgjast með þeim í rauntíma í gegnum gervihnött (uppfærist á 60 sekúndna fresti.
Einnig sést þar hraðinn sem þeir aka á.
---
Fyrir þá sem vilja skoða bílinn eða heilsa upp á kappana, þá er gert ráð fyrir stuttu stoppi á Selfossi, nánar tiltekið hjá Fossnesti.
Þetta ætti að vera um kl.15:30 í dag.
---
Komutími á Bíldshöfða 2 í Reykjavík (N1 stöðin) er áætlaður um kl.17:00.
En eins og áður hefur komið fram þá mun iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, vera undir stýri síðasta spölinn.
Það verða þreyttir en sigurreifir rauðhausar sem koma í bæinn eftir að hafa ekið hringinn í kringum landið og hitt hundruð manna, komið fram á Mærudögum og ég veit ekki hvað.
Hlökkum til að sjá þá.
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.