24.7.2009 | 23:05
Fyrstu dagleiðinni lokið
Jæja. Dagur að kvöldi kominn.
Einar, Ómar og frú komu heil höldnu til Akureyrar nú um tíuleytið í kvöld.
Þau eru búin að finna sinn áningarstað fyrir nóttina og hvíla lúin bein eftir langan akstur.
Langan akstur og mörg stopp - bæði sem voru skv. áætlun og nokkur sem ákveðin voru á leiðinni.
---
Þeir sem lesa þetta og búa fyrir Norðan, geta farið inn á þessa síðu og valið götukorts-nálgun til að sjá hvar bílnum er lagt á Akureyri.
Á morgun heilsa þeir Ómar og Einar upp á fólk á förnum vegi á Akureyri og fræða það um metan, skella sér á Mærudaga á Húsavík og taka svo allt Norð-Austurland og Austfirðina í einum rykk á dagleið númer 2.
Reyndar með stuttu stoppi hjá silfurmanninum, föður Einars og vini Ómars.
Einar, Ómar og frú komu heil höldnu til Akureyrar nú um tíuleytið í kvöld.
Þau eru búin að finna sinn áningarstað fyrir nóttina og hvíla lúin bein eftir langan akstur.
Langan akstur og mörg stopp - bæði sem voru skv. áætlun og nokkur sem ákveðin voru á leiðinni.
---
Þeir sem lesa þetta og búa fyrir Norðan, geta farið inn á þessa síðu og valið götukorts-nálgun til að sjá hvar bílnum er lagt á Akureyri.
Á morgun heilsa þeir Ómar og Einar upp á fólk á förnum vegi á Akureyri og fræða það um metan, skella sér á Mærudaga á Húsavík og taka svo allt Norð-Austurland og Austfirðina í einum rykk á dagleið númer 2.
Reyndar með stuttu stoppi hjá silfurmanninum, föður Einars og vini Ómars.
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.